Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2024 14:47 Katrín í sínu fyrsta viðtali eftir forseta- og alþingiskosningar. Henni þykir Vinstri græn, sú hreyfing sem hún leiddi um árabil, verða býsna hart dæmd í nýliðnum alþingiskosningum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira