Þar segir einnig að á morgun verði fremur hæg suðvestlæg átt. Það verði áfram él og vægt frost en austan strekkingur norðvestan til fram eftir degi. Á Norðaustur- og Austurlandi er þó útlit fyrir þurrt og víða bjart veður og þar herðir á frosti.
Fram til þriðjudags eru svo litlar breytingar að sjá samkvæmt veðurfræðingi. Það verður áfram tiltölulega hægur vindur og einhver él um landið vestanvert, en yfirleitt þurrt fyrir austan.
Á vef Vegagerðarinnar má sjá að víðast hvar á landinu er ýmist snjóþekja, hálka, hálkublettir eða þæfingur og skafrenningur.
Nánar á vef Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Austan 8-13 m/s norðvestantil, annars hægari vindur. Víða él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustanlands.
Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og dálítil él, en léttir til austanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Norðan 8-15 og él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Breytileg átt og styttir upp, en dálítil snjókoma sunnan- og vestantil um kvöldið. Herðir á frosti.
Á föstudag:
Suðaustanátt og slydda eða snjókoma með köflum, hiti kringum frostmark. Yfirleitt þurrt norðanlands og heldur svalara.
Á laugardag (vetrarsólstöður):
Austlæg átt og rigning, slydda eða snjókoma með köflum. Heldur hlýnandi.