Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 15:31 Bjarni mun funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða valmöguleika sína. vísir/bjarni Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46