„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2024 14:34 Líf Ásu Ninnu breyttist á einni nóttu þegar hún og þáverandi maðurinn hennar skildu. „Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona. Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira