Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Boði Logason skrifar 18. desember 2024 15:18 Andrea Þ. Björnsdóttir, Arnar Magnússon, Varnargarðsmenn í Grindavík, Einar Hansberg, Glódís Perla Viggósdóttir, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Geir Leó Guðmundsson, Laufey Lín, Stefán Einar Stefánsson og Guðfinna Kristinsdóttir eru tilnefnd til manns ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis. Grafík Vísir Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2024 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega fimm þúsund tilnefningar bárust Vísi fyrr í mánuðinum og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð, ásamt dæmi um ummæli sem fylgdu tilnefningum lesenda Vísis um sitt fólk. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var útnefndur maður ársins í kjörinu í fyrra. Andrea Þ. Björnsdóttir, betur þekkt sem „Amma“ Andrea á Akranesi, er mörgum kunn fyrir góðmennsku sína en hún hefur staðið fyrir ýmsum söfnunum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Hún leggur áherslu á að safna peningum fyrir börn sem glíma við veikindi. „Hún er einstök kona, hugsar um einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda, safnar peningum til þess að gera líf fjölda fólks bærilegra í aðstæðum sem engin vill vera í.” Útvarpsklippa úr Bítinu: Amma Andrea hjálpar fólki í vanda og er amma allra barna í neyð Arnar Magnússon strandveiðisjómaður og skipstjóri sýndi mikla hetjudáð í maí síðastliðnum þegar hann bjargaði skipverja báts sem hvolfdi norðvestur af Garðskaga að næturlagi. „Hann bjargaði manni á strandveiðum við Garðskaga þar sem flutningaskip hafði siglt á bát hans og siglt í burtu. Þvílík mannsbjörgun sem var mikið afrek við erfiðar aðstæður” Frétt af Vísi: Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur fór ásamt fjölmiðlakonunni Maríu Lilju Þrastardóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi til Egyptalands snemma á árinu til að aðstoða palestínskt fólk við að flýja stríðshrjáð svæði. „Fyrir að hafa bjargað fyrstu fjölskyldunni út af Gaza, sem varð svo til þess að rúmlega 200 einstaklingar sem áttu rétt á fjölskyldusameiningu, komust lífs af til Íslands.” Frétt af Vísi: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ Einar Hansberg Árnason líkamsræktarkappi safnaði fé og vakti athygli á starfsemi Píeta samtakanna í nóvember þegar hann framkvæmdi röð krefjandi æfinga samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Einar hefur áður gripið til slíkra ráða til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. „Einar leggur mikið á sig til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hefur áhrif á fjöldan allan af fólki & birtir upp dag hvers manns sem hann hittir og þekkir með einstakri góðmennsku.“ Frétt af Vísi: Vikulöng þrekraun Einars Geir Leó Guðmundsson flugþjónn, sem var nýbúinn að fá þjálfun í skyndihjálp, bjargaði lífi vinar síns þegar vinurinn fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti í september. Læknar sögðu að hjartað hafi verið ólaskað þökk sé skjótum viðbrögðum Geirs. „Hann stjórnaði lífsbjörg á knattspyrnufélaga, ásamt góðum hópi heldri manna í Þrótti Old Boys, sem fór í hjartastopp. Hetjulega gert.“ Frétt af Vísi: Ómetanleg vinátta eftir lífsbjörg Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu varð í 22. sæti í Ballon d‘Or kjörinu. Þetta er besta niðurstaða íslensks leikmanns í þessu árlega kjöri og staðfestir stöðu hennar sem eins af bestu leikmönnum heims. „Hún er búin að vera framúrskarandi á sínu sviði í fótboltanum og er valinn besti miðvörður í heimi. Síðan er hún líka frábær fyrirmynd.” Frétt af Vísi: Glódís Perla besti miðvörður í heimi Guðfinna Kristinsdóttir dýravinur, stofnandi Dýrfinnu og ráðgjafi við leit að dýrum hefur tekið þátt í leit og björgun fjölmargra dýra á árinu. Síðast vegna hvarfs kattarins Diego þar sem Dýrfinna lék lykilhlutverk. „Fyrir óeigingjarnt starf í leit að týndum dýrum. Eru alltaf tilbúnar, boðnar og búnar, allan sólarhringinn fyrir málleysingjana og taka ekki krónu fyrir.” Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hlaut Grammy verðlaun á árinu í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína Bewitched. Laufey hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og til gamans má geta að hún prýddi einnig lista Hollywood reporter yfir áhrifamestu áhrifavaldana. „Fyrir frammistöðu sína í tónlist á heimsvísu og hvað hún er mikil fyrirmynd. Hún hvetur til listsköpunar ungra kvenna.” Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur og fjölmiðlamaður hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir vasklega framgöngu sína í þættinum Spursmálum á mbl.is, bæði í aðdraganda forsetakosninga og svo kosninga til Alþingis. „Mikilvægur blaðamaður sem spyr krefjandi spurninga fyrir okkur fólkið í landinu. Var eins og stormsveipur í pólitískri umræðu.” Varnargarðsmenn, sem stóðu vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni vakti heimsathygli. „Fyrir að standa varnargarðavaktina aftur og aftur og leggja líf og limi í hættu til að bjarga því sem hægt er“ Kosningu er nú lokið. Úrslitin verða kunngjörð í Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Reykjavík síðdegis Fréttir ársins 2024 Bylgjan Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Tæplega fimm þúsund tilnefningar bárust Vísi fyrr í mánuðinum og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð, ásamt dæmi um ummæli sem fylgdu tilnefningum lesenda Vísis um sitt fólk. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var útnefndur maður ársins í kjörinu í fyrra. Andrea Þ. Björnsdóttir, betur þekkt sem „Amma“ Andrea á Akranesi, er mörgum kunn fyrir góðmennsku sína en hún hefur staðið fyrir ýmsum söfnunum fyrir þá sem þurfa á því að halda. Hún leggur áherslu á að safna peningum fyrir börn sem glíma við veikindi. „Hún er einstök kona, hugsar um einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda, safnar peningum til þess að gera líf fjölda fólks bærilegra í aðstæðum sem engin vill vera í.” Útvarpsklippa úr Bítinu: Amma Andrea hjálpar fólki í vanda og er amma allra barna í neyð Arnar Magnússon strandveiðisjómaður og skipstjóri sýndi mikla hetjudáð í maí síðastliðnum þegar hann bjargaði skipverja báts sem hvolfdi norðvestur af Garðskaga að næturlagi. „Hann bjargaði manni á strandveiðum við Garðskaga þar sem flutningaskip hafði siglt á bát hans og siglt í burtu. Þvílík mannsbjörgun sem var mikið afrek við erfiðar aðstæður” Frétt af Vísi: Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur fór ásamt fjölmiðlakonunni Maríu Lilju Þrastardóttur og Kristínu Eiríksdóttur rithöfundi til Egyptalands snemma á árinu til að aðstoða palestínskt fólk við að flýja stríðshrjáð svæði. „Fyrir að hafa bjargað fyrstu fjölskyldunni út af Gaza, sem varð svo til þess að rúmlega 200 einstaklingar sem áttu rétt á fjölskyldusameiningu, komust lífs af til Íslands.” Frétt af Vísi: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ Einar Hansberg Árnason líkamsræktarkappi safnaði fé og vakti athygli á starfsemi Píeta samtakanna í nóvember þegar hann framkvæmdi röð krefjandi æfinga samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Einar hefur áður gripið til slíkra ráða til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. „Einar leggur mikið á sig til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hefur áhrif á fjöldan allan af fólki & birtir upp dag hvers manns sem hann hittir og þekkir með einstakri góðmennsku.“ Frétt af Vísi: Vikulöng þrekraun Einars Geir Leó Guðmundsson flugþjónn, sem var nýbúinn að fá þjálfun í skyndihjálp, bjargaði lífi vinar síns þegar vinurinn fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti í september. Læknar sögðu að hjartað hafi verið ólaskað þökk sé skjótum viðbrögðum Geirs. „Hann stjórnaði lífsbjörg á knattspyrnufélaga, ásamt góðum hópi heldri manna í Þrótti Old Boys, sem fór í hjartastopp. Hetjulega gert.“ Frétt af Vísi: Ómetanleg vinátta eftir lífsbjörg Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu varð í 22. sæti í Ballon d‘Or kjörinu. Þetta er besta niðurstaða íslensks leikmanns í þessu árlega kjöri og staðfestir stöðu hennar sem eins af bestu leikmönnum heims. „Hún er búin að vera framúrskarandi á sínu sviði í fótboltanum og er valinn besti miðvörður í heimi. Síðan er hún líka frábær fyrirmynd.” Frétt af Vísi: Glódís Perla besti miðvörður í heimi Guðfinna Kristinsdóttir dýravinur, stofnandi Dýrfinnu og ráðgjafi við leit að dýrum hefur tekið þátt í leit og björgun fjölmargra dýra á árinu. Síðast vegna hvarfs kattarins Diego þar sem Dýrfinna lék lykilhlutverk. „Fyrir óeigingjarnt starf í leit að týndum dýrum. Eru alltaf tilbúnar, boðnar og búnar, allan sólarhringinn fyrir málleysingjana og taka ekki krónu fyrir.” Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hlaut Grammy verðlaun á árinu í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína Bewitched. Laufey hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og til gamans má geta að hún prýddi einnig lista Hollywood reporter yfir áhrifamestu áhrifavaldana. „Fyrir frammistöðu sína í tónlist á heimsvísu og hvað hún er mikil fyrirmynd. Hún hvetur til listsköpunar ungra kvenna.” Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur og fjölmiðlamaður hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir vasklega framgöngu sína í þættinum Spursmálum á mbl.is, bæði í aðdraganda forsetakosninga og svo kosninga til Alþingis. „Mikilvægur blaðamaður sem spyr krefjandi spurninga fyrir okkur fólkið í landinu. Var eins og stormsveipur í pólitískri umræðu.” Varnargarðsmenn, sem stóðu vaktina nótt sem dag á hættusvæði í námunda við endurtekin eldgos nærri Grindavík með það fyrir augum að verja heimili og fyrirtæki í Grindavík og mikilvæga innviði á svæðinu. Myndbönd af gröfumönnum á flótta undan flæðandi hrauni vakti heimsathygli. „Fyrir að standa varnargarðavaktina aftur og aftur og leggja líf og limi í hættu til að bjarga því sem hægt er“ Kosningu er nú lokið. Úrslitin verða kunngjörð í Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu.
Reykjavík síðdegis Fréttir ársins 2024 Bylgjan Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira