Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:07 Útlit er fyrir að desember verði áttundi mánuðurinn í röð sem er undir meðalhita síðustu þrjátíu ára. Sérstaklega voru ágúst og byrjun haustsins markvert kaldara en meðaltalið. Vísir/Vilhelm Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu. Veður Reykjavík Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu.
Veður Reykjavík Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira