Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 09:01 Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri barst út í sjó með flóðinu og komst lífs af. Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall. Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall.
Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira