Eiginkona Garðars, Fanney Sandra Albertsdóttir, flugfreyja og förðunarfræðingur, birti mynd af sínum heittelskaða við brautskráninguna sem fór fram í Eldborgarsal Hörpu og skrifaði: „Afi Garðar er útskrifaður sem málari.“

Desember hefur vægast sagt stór mánuður hjá Garðari, en hann varð afi þann 11. desember þegar sonur hans, Daníel Ingi, og kærasta hans, Lena Davíðsdóttir, eignuðust dreng.
Ein yngsta amma landsins
Garðar og Fanney kynntist sumarið 2016 og giftu sig í júlí í fyrra. Saman eiga þau tvo drengi, þá Líam Myrkva sem er sex ára og Adrían sem er eins árs.
Garðar á fjögur börn úr fyrri samböndum, þau Daníel, Hektor, Victoríu og Baltasar.
Töluverður aldursmunur er þeim hjónum en Garðar er fæddur árið 1983 og Fanney árið 1998. Það má því ætla að Fanney sé ein yngsta amma landsins.
Garðar er af skaganum og spilaði lengi með ÍA á fótboltaferlinum. Hann er bróðir Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkings, og Bjarka Gunnlaugssonar umboðsmanns. Allir spiluðu þeir með landsliðinu.