Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. desember 2024 07:01 Maríanna ásamt foreldrum sínum, þeim Páli Valgeirssyni og Sigríði Jónsdóttur. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi. „Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Jólaboðskapurinn sem fer aldrei úr tísku,“ segir Maríanna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir að árið hafi verið erfitt og einkennst af rússíbanareið, tilfinningalegum áskorunum og sigrum sem líkist kraftaverki. Hún segist hafa lært að elska lífið upp á nýtt. Fólkið sem skipti öllu Í færslunni lýsir Maríanna því hvernig foreldrar hennar hafi verið hætt komin síðustu tvo mánuði. Þau hafi bæði gengið í gengum dimman dal, faðir hennar dottið niður stiga og barist við mikla líkamlega skerðingu í kjölfarið á meðan móðir Maríönnu hefur glímt við flóknar líffærabilanir sem skert hafi lífsgæði hennar til muna. „Þau hafa saman sýnt ótrúlegan styrk, þrautseigju og eru nú bæði á batavegi og sýna okkur það á hverjum degi hvað ástin er sterk. Það er lang stærsta og besta jólagjöfin sem ég mun fá þetta árið að sjá þau rísa upp á ný, komast heim og fái lífið sitt til baka.“ Hún segir ekki hægt að lýsa með orðum hvað hún hafi verið hrædd um að missa báða foreldra sína. Þetta hafi verið hennar stærsti lærdómur að ganga í gegnum þessar raunir með þeim. „Þessi áskorun hefur kennt mér að lífið er stutt og foreldrar mínir eru ekki ódauðleg eins og mér hefur alltaf þótt þau vera! Ég fékk tækifæri til að læra að elska allt lífið upp á nýtt. Fjölskyldan skiptir mig öllu máli í lífinu og það er sama hvar ég verð í heiminum þá slær hjartað þitt heitast þar sem rótin mín er, hjá fólkinu mínu.“ Þakklát starfsfólki heilbrigðisstofnanna Maríanna segist hafa mýkst um heilan helling vegna þessarar lífsreynslu. Kærleikurinn og einlægnin hafi verið hennar leynivopn. Hún tekur fram þakklæti til Borgarspítalans, Landspítalans og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Læknateymið, hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir og sjúkraþjálfararnir. Þvílíkur eðalmannskapur sem á þúsundfalt hrós fyrir.“ Maríanna segist sérlega þakklát kærastanum sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni sem hafi staðið við bak hennar eins og klettur. Hún hlakkar til komandi árs. „Árið 2025 markar upphaf á einhverju mjög fallegu hja okkur fjölskyldunni. Ég hlakka til að deila með ykkur fréttum fljótlega af nýju upphafi en við ætlum að búa til töfra á nýju ári niður við sjó á Seltjarnanesi.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. 20. júní 2024 10:30