Innlent

Fjöl­menni gekk fyrir frið í mið­borginni

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni í kvöld.
Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni í kvöld. vísir/skjáskot

Fjölmenni gekk niður Laugaveg í Reykjavík í árlegri Friðargöngu sem fram fer í skugga blóðugra styrjalda víða um heim.

 Friðarganga hefur verið fastur liður á Þorláksmessu frá árinu 1981 og er áhersla lögð á kröfuna um afvopnun og friðsamlega lausn deilumála. Hægt er að berja gönguna augum í spilaranum hér að neðan.

Hópurinn safnaðist saman fyrir ofan Hlemm klukkan sex og gekk undir söng kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Göngunni lauk svo á Austurvelli þar sem haldin voru stutt ávörp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×