Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2024 19:06 Leikmenn Inter fagna eftir að Alessandro Bastoni (í miðjunni) kom liðinu yfir gegn Cagliari. getty/Mattia Pistoia Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Inter þrjú mörk í seinni hálfleik gegn Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 0-3, Inter í vil. Með sigrinum komst Inter á toppi deildarinnar. Atalanta getur endurheimt toppsætið fái liðið stig gegn Lazio seinna í kvöld. Staðan í hálfleik á Unipol Domus í kvöld var markalaus. Á 53. mínútu braut Alessandro Bastoni ísinn þegar hann skallaði fyrirgjöf Nicolos Barella í netið. Á 71. mínútu lagði Barella upp annað mark, nú fyrir Lautaro Martínez, fyrirliða Inter. Sjö mínútum síðar skoraði Hakan Calhanoglu þriðja mark gestanna úr vítaspyrnu. Þetta var fimmti sigur Inter í ítölsku deildinni í röð en liðið er taplaust í tólf deildarleikjum í röð. Cagliari er í 18. sæti deildarinnar með fjórtán stig. Liðið hefur tapað fjórum síðustu deildarleikjum sínum. Ítalski boltinn
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Inter þrjú mörk í seinni hálfleik gegn Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 0-3, Inter í vil. Með sigrinum komst Inter á toppi deildarinnar. Atalanta getur endurheimt toppsætið fái liðið stig gegn Lazio seinna í kvöld. Staðan í hálfleik á Unipol Domus í kvöld var markalaus. Á 53. mínútu braut Alessandro Bastoni ísinn þegar hann skallaði fyrirgjöf Nicolos Barella í netið. Á 71. mínútu lagði Barella upp annað mark, nú fyrir Lautaro Martínez, fyrirliða Inter. Sjö mínútum síðar skoraði Hakan Calhanoglu þriðja mark gestanna úr vítaspyrnu. Þetta var fimmti sigur Inter í ítölsku deildinni í röð en liðið er taplaust í tólf deildarleikjum í röð. Cagliari er í 18. sæti deildarinnar með fjórtán stig. Liðið hefur tapað fjórum síðustu deildarleikjum sínum.