Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Inter fagna eftir að Alessandro Bastoni (í miðjunni) kom liðinu yfir gegn Cagliari.
Leikmenn Inter fagna eftir að Alessandro Bastoni (í miðjunni) kom liðinu yfir gegn Cagliari. getty/Mattia Pistoia

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Inter þrjú mörk í seinni hálfleik gegn Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 0-3, Inter í vil.

Með sigrinum komst Inter á toppi deildarinnar. Atalanta getur endurheimt toppsætið fái liðið stig gegn Lazio seinna í kvöld.

Staðan í hálfleik á Unipol Domus í kvöld var markalaus. Á 53. mínútu braut Alessandro Bastoni ísinn þegar hann skallaði fyrirgjöf Nicolos Barella í netið.

Á 71. mínútu lagði Barella upp annað mark, nú fyrir Lautaro Martínez, fyrirliða Inter. Sjö mínútum síðar skoraði Hakan Calhanoglu þriðja mark gestanna úr vítaspyrnu.

Þetta var fimmti sigur Inter í ítölsku deildinni í röð en liðið er taplaust í tólf deildarleikjum í röð.

Cagliari er í 18. sæti deildarinnar með fjórtán stig. Liðið hefur tapað fjórum síðustu deildarleikjum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira