Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:40 Maciej æfði fótbolta með Fylki. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir kyrrðarstundina í Árbæjarkirkju í gær voru félagar hans úr íþróttum. Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira