Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 21:02 Bjarni fagnar niðurstöðunni með servíettuna á lofti, Kristrún er ekki alveg jafnsátt en merkja má smá ánægjuglott hjá Þorgerði Katrínu. Vísir/Hulda Margrét Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. Hulunni var svipt af því hvaða flokk landsmenn telja halda bestu áramótapartýin í Kryddsíld Stöðvar 2. Maskína framkvæmdi könnun á dögunum og voru niðurstöðurnar sýndar í lok þáttarins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur reglulega blásið á fylgiskannanir í viðtölum og hvatt fólk til að einblína á niðurstöður kosninga. Í þetta skiptið var honum skemmt yfir niðurstöðunum og sveiflaði hvítri servíettunni til marks um ánægju sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hennar flokkur væri annar af tveimur sem náðu tuttugu prósenta múrnum. Segja má að Miðflokkurinn, Samfylkingin og Flokkur fólksins hafi svo verið í miðjumoði en Framsókn rekið lestina. Niðurstaða könnunar Maskínu um besta áramótapartýið. Sigurður Ingi sagði augljóst að fólk vissi ekki hve skemmtilegar veislurnar hjá Framsóknarflokknum væru. Að lokum hvatti þáttastjórnandi alla til að skella sér í áramótapartý í Garðabænum, þá væntanlega til Bjarna, sem fékk gesti til að skella upp úr. Vísaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, til Dúfnahóla 10 í því samhengi. Kryddsíld í heild má sjá að neðan. Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Áramót Tengdar fréttir „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. 31. desember 2024 16:33 „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31. desember 2024 15:46 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Hulunni var svipt af því hvaða flokk landsmenn telja halda bestu áramótapartýin í Kryddsíld Stöðvar 2. Maskína framkvæmdi könnun á dögunum og voru niðurstöðurnar sýndar í lok þáttarins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur reglulega blásið á fylgiskannanir í viðtölum og hvatt fólk til að einblína á niðurstöður kosninga. Í þetta skiptið var honum skemmt yfir niðurstöðunum og sveiflaði hvítri servíettunni til marks um ánægju sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hennar flokkur væri annar af tveimur sem náðu tuttugu prósenta múrnum. Segja má að Miðflokkurinn, Samfylkingin og Flokkur fólksins hafi svo verið í miðjumoði en Framsókn rekið lestina. Niðurstaða könnunar Maskínu um besta áramótapartýið. Sigurður Ingi sagði augljóst að fólk vissi ekki hve skemmtilegar veislurnar hjá Framsóknarflokknum væru. Að lokum hvatti þáttastjórnandi alla til að skella sér í áramótapartý í Garðabænum, þá væntanlega til Bjarna, sem fékk gesti til að skella upp úr. Vísaði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, til Dúfnahóla 10 í því samhengi. Kryddsíld í heild má sjá að neðan.
Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Áramót Tengdar fréttir „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. 31. desember 2024 16:33 „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31. desember 2024 15:46 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31
„Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. 31. desember 2024 16:33
„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31. desember 2024 15:46
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp