Umsjónarmenn þáttarins voru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson var svo gestgjafi þáttarins þar sem Yazan Tamimi var kunngjörður sem maður ársins hjá fréttastofunni.
Óhætt er að segja að umræður stjórnmálaleiðtoganna sem í þetta skiptið voru sex eftir nýafstaðnar alþingiskosningar hafi verið fjörugar. Gríðarleg stemning var í loftinu líkt og myndir Huldu Margrétar hér að neðan bera með sér enda ótrúleg vinna sem fór í að undirbúninginn á þessum stærsta þjóðmálaþætti hvers árs.





























Átt þú mögulega eftir að horfa á Kryddsíldina? Það er ekki of seint og má horfa á hana í spilaranum að neðan.