1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 14:04 Sistynin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem eru elst núlifandi systkina á Íslandi. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri; Egill, Ólafur, Bárður, Gústaf, Sigríður, Karl, Svanhvít, Magnús, Þorvaldur og Loftur. Og í neðri röðinni frá vinstri eru þau; Guðmundur, Sigþrúður, Guðrún, Ágústa Halla, Halldóra, Þórey. Myndin var tekin á ættarmóti systkinanna í júní 2009. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elstu núlifandi systkini landsins eru systkinin sextán frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð en þau eru samtals 1166 ára gömul. Elsta systkinið er 83 ára og það yngsta 58 ára. Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend
Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira