Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 12:30 Hilmar og Sandra í skýjunum með Helga Snæ sinn. Eygló Gísla „Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið,“ segir Sandra Björg Helgadóttir aðstoðarframkvæmdastjór Bestseller. Hún og eiginmaður hennar Hilmar Arnarson þjálfari eignuðust frumburð sinn síðastliðið haust og gáfu honum nafnið Helgi Snær við hátíðlega skírn í desember. Blaðamaður spurði Söndru út í skírnina og þá stóru ákvörðun að ákveða nafn. Glæsileg fjölskylda.Eygló Gísla Voruð þið lengi búin að skipuleggja hvernig skírnin yrði og með ákveðna hugmynd um það? Nei í rauninni ekki en það hefur tíðkast í minni fjölskyldu að skíra í kirkju og þykir mér það mjög hátíðlegt, sérstaklega svona á jólatímanum. Við ákváðum að skíra í Lindakirkju sem er kirkjan í hverfinu og eftir smá umhugsun enduðum við með að halda veisluna heima. Sandra og Hilmar með foreldrum sínum í Lindakirkju.Eygló Gísla Hvað fannst ykkur „möst“ að hafa í skírninni? Allar ömmur og afa. Við enduðum með að skíra 14. desember sem var í raun fyrsta helgin sem allar ömmur og afar komust. Umfram það þá voru nokkrir hlutir sem mig langaði til að panta sem var nafnaskilti í kökuna, gestabók og skírnarkerti. Ég endaði svo með að bóka Eygló Gísla ljósmyndara sem myndaði líka brúðkaupið okkar og ég sé alls ekki eftir því, við fengum svo dýrmætar myndir af Helga Snæ með fólkinu sínu. Nafnarnir Helgi og Helgi og Sandra Björg.Eygló Gísla Leyfðuð þið ykkur að fara í svolítið jólalega átt í svona desember skírn? Já heldur betur, við vorum búin að skoða það að halda veisluna í sal en fórum svolítið fram og til baka með það, bæði því við vorum í framkvæmdum heima og vissum ekki hvort það yrði orðið veisluhæft heima og salur kostaði sitt. Ég endaði þar af leiðandi með smá „girl math“ að réttlæta það fyrir mér að ég mætti nýta peninginn sem salur hefði kostað í að kaupa jólaskraut til að búa til algjört jólaland heima og halda skírnina þar. Í veitingum vorum við með smá jólaþema, en við systurnar erum að reka Hátíðarvagninn og var því ekki annað í stöðunni en að bjóða upp á heitt súkkulaði frá Hátíðarvagninum. Mamma gerðist síðan svo myndarleg að skella í sörur fyrir veisluna ásamt öðrum dýrindis veitingum. Það var því mikill jóla bragur yfir veislunni og jólalög á fóninum að sjálfsögðu. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Helgadóttir (@sandrahelga) Hvernig var tilfinningin að segja nafnið upphátt fyrir framan ykkar fólk? Við vorum að skíra litla drenginn okkar Helgi Snær, sem er bæði í höfuðið á pabba mínum og mömmu Hilmars. Verandi með svona mikið kraftaverk í höndunum og að vera að skíra hann í höfuðið á fólki sem við elskum svona mikið var mjög tilfinningaríkt. Ég hreinlega treysti mér ekki í að segja það fyrst svo ég bað Hilmar að gera það. Hann sló á létta strengi og spurði hvort allir væri tilbúnir áður en hann sagði nafnið sem gerði þetta létt og skemmtilegt. Helgi, Sandra, Hilmar og Helga ásamt litla Helga Snæ sem er skírður í höfuðið á móðurafa og föðurömmu.Eygló Gísla Voruð þið búin að halda því leyndu fyrir öllum? Já ótrúlegt en satt, ég á mjög auðvelt með að missa svona óvart út úr mér en okkur tókst báðum að halda því alveg leyndu fram að skírn. Það ríkti mikil leynd yfir nafni Helga Snæs alveg fram að skírn.Eygló Gísla Var erfitt að ákveða nafn eða var það löngu komið hjá ykkur? Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið. Við prófuðum að nota forrit og velja nöfn sem okkur þykir falleg í sitt hvoru lagi. Þegar leið á meðgönguna þá vorum við orðin nokkuð ákveðin en við tókum þó ekki lokaákvörðun fyrr en hann var um mánaða gamall. Helgi Snær ber nafnið vel.Eygló Gísla Hvað stendur upp úr frá deginum? Svo margt í rauninni. Við vorum sammála um að þetta hafi verið mun meiri athöfn og hafði meiri áhrif á okkur en við áttum von á. Við vorum svo full af ást, hamingju og þakklæti eftir daginn. Mamma var búin að leggja áherslu á að hann myndi taka lúr í skírnarkjólnum og það var svo fallegt að hann endaði á að taka lúr í skírnarkjólnum í fanginum á afa Helga, nafna sínum, í kirkjunni beint eftir athöfn. Svo tók hann annan lúr í fanginu á ömmu Helgu í veislunni, algjör draumur. Nafnarnir. Helgi Snær tók góða lúra í skírninni.Eygló Gísla Við vorum með söngkonu sem heitir Jóhanna Elísa sem Þóra Björg, frænka mín og presturinn í skírninni, hafði mælt með. Hún söng svo fallega og lék á píanó í athöfninni. Við völdum meðal annars lagið Þú komst með jólin til mín sem var svo skemmtilegt og jólalegt. Það var mikill hápunktur á deginum en það var sungið í lok athafnar, þegar við vorum búin að tilkynna nafnið og allir gátu notið og sungið með og fagnað elsku besta Helga Snæ með okkur. Glæsileg nafnakaka.Eygló Gísla Barnalán Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Blaðamaður spurði Söndru út í skírnina og þá stóru ákvörðun að ákveða nafn. Glæsileg fjölskylda.Eygló Gísla Voruð þið lengi búin að skipuleggja hvernig skírnin yrði og með ákveðna hugmynd um það? Nei í rauninni ekki en það hefur tíðkast í minni fjölskyldu að skíra í kirkju og þykir mér það mjög hátíðlegt, sérstaklega svona á jólatímanum. Við ákváðum að skíra í Lindakirkju sem er kirkjan í hverfinu og eftir smá umhugsun enduðum við með að halda veisluna heima. Sandra og Hilmar með foreldrum sínum í Lindakirkju.Eygló Gísla Hvað fannst ykkur „möst“ að hafa í skírninni? Allar ömmur og afa. Við enduðum með að skíra 14. desember sem var í raun fyrsta helgin sem allar ömmur og afar komust. Umfram það þá voru nokkrir hlutir sem mig langaði til að panta sem var nafnaskilti í kökuna, gestabók og skírnarkerti. Ég endaði svo með að bóka Eygló Gísla ljósmyndara sem myndaði líka brúðkaupið okkar og ég sé alls ekki eftir því, við fengum svo dýrmætar myndir af Helga Snæ með fólkinu sínu. Nafnarnir Helgi og Helgi og Sandra Björg.Eygló Gísla Leyfðuð þið ykkur að fara í svolítið jólalega átt í svona desember skírn? Já heldur betur, við vorum búin að skoða það að halda veisluna í sal en fórum svolítið fram og til baka með það, bæði því við vorum í framkvæmdum heima og vissum ekki hvort það yrði orðið veisluhæft heima og salur kostaði sitt. Ég endaði þar af leiðandi með smá „girl math“ að réttlæta það fyrir mér að ég mætti nýta peninginn sem salur hefði kostað í að kaupa jólaskraut til að búa til algjört jólaland heima og halda skírnina þar. Í veitingum vorum við með smá jólaþema, en við systurnar erum að reka Hátíðarvagninn og var því ekki annað í stöðunni en að bjóða upp á heitt súkkulaði frá Hátíðarvagninum. Mamma gerðist síðan svo myndarleg að skella í sörur fyrir veisluna ásamt öðrum dýrindis veitingum. Það var því mikill jóla bragur yfir veislunni og jólalög á fóninum að sjálfsögðu. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Helgadóttir (@sandrahelga) Hvernig var tilfinningin að segja nafnið upphátt fyrir framan ykkar fólk? Við vorum að skíra litla drenginn okkar Helgi Snær, sem er bæði í höfuðið á pabba mínum og mömmu Hilmars. Verandi með svona mikið kraftaverk í höndunum og að vera að skíra hann í höfuðið á fólki sem við elskum svona mikið var mjög tilfinningaríkt. Ég hreinlega treysti mér ekki í að segja það fyrst svo ég bað Hilmar að gera það. Hann sló á létta strengi og spurði hvort allir væri tilbúnir áður en hann sagði nafnið sem gerði þetta létt og skemmtilegt. Helgi, Sandra, Hilmar og Helga ásamt litla Helga Snæ sem er skírður í höfuðið á móðurafa og föðurömmu.Eygló Gísla Voruð þið búin að halda því leyndu fyrir öllum? Já ótrúlegt en satt, ég á mjög auðvelt með að missa svona óvart út úr mér en okkur tókst báðum að halda því alveg leyndu fram að skírn. Það ríkti mikil leynd yfir nafni Helga Snæs alveg fram að skírn.Eygló Gísla Var erfitt að ákveða nafn eða var það löngu komið hjá ykkur? Okkur þótti þetta krefjandi verkefni, enda stór ákvörðun og nafn sem drengurinn okkar mun bera alla tíð. Ég hugsaði oft hvað ég væri til í að geta spurt hann hvort hann væri ánægður með nafnið. Við prófuðum að nota forrit og velja nöfn sem okkur þykir falleg í sitt hvoru lagi. Þegar leið á meðgönguna þá vorum við orðin nokkuð ákveðin en við tókum þó ekki lokaákvörðun fyrr en hann var um mánaða gamall. Helgi Snær ber nafnið vel.Eygló Gísla Hvað stendur upp úr frá deginum? Svo margt í rauninni. Við vorum sammála um að þetta hafi verið mun meiri athöfn og hafði meiri áhrif á okkur en við áttum von á. Við vorum svo full af ást, hamingju og þakklæti eftir daginn. Mamma var búin að leggja áherslu á að hann myndi taka lúr í skírnarkjólnum og það var svo fallegt að hann endaði á að taka lúr í skírnarkjólnum í fanginum á afa Helga, nafna sínum, í kirkjunni beint eftir athöfn. Svo tók hann annan lúr í fanginu á ömmu Helgu í veislunni, algjör draumur. Nafnarnir. Helgi Snær tók góða lúra í skírninni.Eygló Gísla Við vorum með söngkonu sem heitir Jóhanna Elísa sem Þóra Björg, frænka mín og presturinn í skírninni, hafði mælt með. Hún söng svo fallega og lék á píanó í athöfninni. Við völdum meðal annars lagið Þú komst með jólin til mín sem var svo skemmtilegt og jólalegt. Það var mikill hápunktur á deginum en það var sungið í lok athafnar, þegar við vorum búin að tilkynna nafnið og allir gátu notið og sungið með og fagnað elsku besta Helga Snæ með okkur. Glæsileg nafnakaka.Eygló Gísla
Barnalán Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”