Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 23:29 Peter Yarrow er til vinstri, Mary Travers er í miðjunni, og Paul Stookey er hægra megin. Saman mynduðu þau Peter, Paul and Mary. Getty Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár. Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira