Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2025 11:33 Svona gæti orðið umhorfs á höfuðborgarsvæðinu um helgina þegar snarhlýnar og rignir ofan í snjóinn sem safnast hefur upp síðustu vikur. Vísir/vilhelm Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann. Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann.
Veður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira