Isak skoraði í öllum leikjum Newcastle í jólamánuðinum, þar á meðal þrennu gegn nýliðum Ipswich Town. Newcastle vann fjóra af sex leikjum sínum í desember, gerði eitt jafntefli og tapaði einum.
A seriously impressive month for @NUFC's star striker ⚫️⚪️
— Premier League (@premierleague) January 10, 2025
Alexander Isak is December's @EASPORTSFC Player of the Month winner!#PLAwards pic.twitter.com/Zw6Pwuup4W
Hinn 25 ára Isak er fjórði Svíinn sem er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Freddie Ljungberg (apríl 2002), Johan Elmander (nóvember 2010) og Zlatan Ibrahimovic (desember 2016) eru hinir þrír.
Isak hefur skorað í sjö deildarleikjum í röð og ef hann skorar gegn Wolves í næstu viku verður hann aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í átta leikjum í röð.
Isak hefur alls skorað þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Liverpool-maðurinn Mohamed Salah (18) og Erling Haaland hjá Manchester City (16) hafa skorað fleiri mörk en Svíinn.
Næsti leikur Newcastle er gegn Bromley í ensku bikarkeppninni á sunnudaginn.