Innlent

Gular við­varanir vegna hvass­viðris og rigningar

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi aðfararnótt sunnudagsins.
Viðvaranirnar taka gildi aðfararnótt sunnudagsins. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar ná til höfuðborgarsvæðisins, Faxaflóa, Breiðafjarðar, Vestfjarðar, Miðhálendisins, Suðurlands og Suðausturlands.

Má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum.

Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.

Viðvaranirnar taka gildi klukkan tvö aðfararnótt sunnudags, fyrst á vestanverðu landinu, og er verða þær í gildi til klukkan 11 um miðjan sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×