Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2025 12:37 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Valhöll fyrir fund. Hún segir fundinn að mestu leyti hefðbundinn miðstjórnarfund en nokkuð langt sé um liðið síðan miðstjórn kom saman. Þá verði á fundinum rætt hvort festa eigi þá dagsetningu sem hefur verið auglýst fyrir landsfund, um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort landsfundi verði frestað, eins og hefur verið rætt. Fundarmenn muni ræða stjórnmálaviðhorf og taka samtal eftir miklar breytingar. Leyfir fundinum að taka ákvörðun Þórdís Kolbrún segist munu leyfa miðstjórninni að taka ákvörðun um mögulega frestun landsfundar. Hún virðist þó vera komin með nokkuð ákveðna skoðun í þeim efnum. „Það komu gagnrýnisraddir um að það ætti mögulega að fresta fundinum. Síðan auðvitað gerist það að Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram og taka ekki sæti á þingi. Þá finnst mér þetta nú orðið frekar augljóst í mínum huga, persónulega. Að vera með formann sem er að hætta, þá finnst mér að við eigum að halda áfram og klára.“ Þú myndir þá vilja halda þig við þessa dagsetningu og fundurinn væri þá eftir tæpa tvo mánuði? „Já.“ Tjáir sig ekki um formannsframboð Þórdís Kolbrún segist ekki ætla að tjá sig um það hvort hún hafi gert upp hug sinn um mögulegt formannsframboð. Hún hafi á undanförnum tveimur árum eða svo ítrekað sagst vera tilbúin til að taka við formannssætinu af Bjarna. Ekkert hafi breyst í þeim efnum. „En þetta er stór ákvörðun, það eru miklar breytingar í Sjálfstæðisflokknum, sem fylgja því að formaðurinn hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur og er hættur. Það er enginn stærri en flokkurinn, þar með talið formaðurinn. Þetta er vandasamt hlutverk og það er margt að hugsa um og ræða.“ Þurfi að hrista sig saman Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum, formaðurinn sem hefur setið næstlengst allra formanna er að hætta og flokkurinn hlaut sögulega lítið fylgi í nýafstöðnum alþingiskosningum, með tilheyrandi veru í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Hvernig þarf Sjálfstæðisflokkurinn, í þínum huga, að taka á þessari stöðu? „Við þurfum auðvitað bara að hrista okkur saman, tala skýrt. Það eru miklar breytingar og frelsi sem fylgja því að þurfa ekki að gera málamiðlanir en öllu frelsi fylgir ábyrgð og líka því að vera í stjórnarandstöðu. Mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að vera ábyrgur flokkur í stjórnarandstöðu. Við lifum líka viðsjárverða tíma og ég held það skipti máli að fólk sem vill láta taka sig alvarlega hagi sér eftir því.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent