Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2025 20:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræddi kjaradeiluna í Kvöldfréttum. Vísir/Einar Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Samninganefnd sveitarfélaganna, sem er með grunn-, leik- og tónlistarskóla á sínu forræði, mun sitja fundinn með kennurum. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskóla á sínu forræði, verður ekki viðstödd. Ef samningar nást ekki fyrir mánaðamót hefjast verkfallsaðgerðir kennara á ný. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar formanns Kennarasambandsins hefjast verkföll í tuttugu og einum skóla, fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum, þann 1. febrúar ef ekki næst að semja. „Við höfum ekki ennþá fundað með samninganefnd ríkisins og því miður er ég á því að þau séu kannski lengra frá samkomulagi eða alvöru samningsvilja þeim megin heldur en sambandsmegin,“ segir Magnús og á þar við Samband sveitarfélaga. Kröfur kennara séu skýrar en þeir vilji að laun verði jöfnuð á milli markaða en samkomulag þessa efnis var gert árið 2016 sem ríkið er aðli að. Fulltrúar í nýrri ríkisstjórn hafi gefið það upp að þeir teldu tímabært að samkomulagið væri fullnustað. Í samkomulaginu felist að laun kennara, ráðgjafa og stjórnenda í grunn-, leik-, tónlistar- og framhaldsskólum séu jafnsett við laun á almennum og opinberum markaði. Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði fréttastofu í vikunni að viðræðurnar hefðu helst strandað á launakröfum Kennarasambandsins. Aðspurður hvort launakröfur þeirra væru óraunhæfar segir Magnús þær sanngjarnar í ljósi áðurnefnds samkomulags. „Við höfum alveg verið skýr með það frá upphafi að það merki markaðarins sem hefur svolítið verið talað um myndi ekki duga til þess að gera KÍ samning. Og núna þurfum við bara að einbeita okkur að því verkefni, að finna leið til þetta markmið okkar verði sett í þann farveg sem þetta samkomulag á að gefa okkur.“ Hann bendir á aukið hlutfall ófaglærðra kennara í stofnunum sambandsins. „Við verðum að stoppa þessa blæðingu sem er út úr kerfunum. Það verður ekkert gert nema ef þeir sem standa ábyrgir gagnvart kerfunum verði með okkur í þessari vegferð, sem við teljum okkur eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. En við erum því miður aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á okkur. Við getum ekki horft upp á það að fólkinu sé sama um hvernig kerfin okkar virka.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. 11. janúar 2025 08:46