„Þetta skilgreinir þorpið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2025 12:17 Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir atburðina sitja djúpt í íbúum. vísir/samett Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa. Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa.
Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira