Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:26 Þær Bermuda, Shudu, Aitana og Imma eru allar gríðarlega vinsælar á samfélagsmiðlum. Þær eru allar með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram en engin þeirra er til í alvörunni. Instagram Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Sjá meira
Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Sjá meira