Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2025 21:04 Nanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem eru bæði alsæl með nýja húsið á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin. Það var flaggað við nýja húsið á Laugarvatni á föstudaginn en þá var opið hús fyrir gesti og gangandi. Húsið stendur fyrir neðan Héraðsskólann og þykir einstaklega vel heppnað. 10 starfsmenn vinna í húsinu en Bláskógabyggð lét byggja húsið en hin sveitarfélögin borga þá leigu til Bláskógabyggðar. Sveitarfélögin, sem eru í byggðasamlaginu eru auk Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. „Hér er mikið um að vera og þetta er gríðarlega mikilvæg starfsemi. Hún skiptir miklu máli á þessu þéttbýla svæði þar sem er mikill fjöldi fasteigna og mikill fjöldi sumarhúsa og ýmis þjónusta tengt því sem þarf að sinna,” segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita Árnessýslu hefur flutt starfsemi sína inn í þetta glæsilega hús á Laugarvatni. Selásbyggingar ehf., var aðalverktaki hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi í öllum þessum sveitarfélögum eða hvað? „Já það er mikið um að vera alls staðar, mikil uppbygging. Það er verið að byggja í öllum þéttbýliskjörnum. Það er verið að byggja sumarhús og hús út um allar sveitir þannig að það er mikið um að vera. Á þessu svæði eru til dæmis um sex þúsund sumarbústaðir,” segir Ásta. Talsvert af gestum mætti á opna húsið til að skoða nýju bygginguna og fræðast um starfsemina þar innandyra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitt í viðbót með nýja húsið á Laugarvatni, sem Ásta vill koma á framfæri. „Það er auðvitað byggt í sama stíl og gamla smíðahúsið á Laugarvatni, sem var gufubaðið þannig að það er verið að halda í gamlar hefðir hérna en það er þó ekkert gufubað,” segir Ásta hlæjandi. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skipulag Byggingariðnaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Það var flaggað við nýja húsið á Laugarvatni á föstudaginn en þá var opið hús fyrir gesti og gangandi. Húsið stendur fyrir neðan Héraðsskólann og þykir einstaklega vel heppnað. 10 starfsmenn vinna í húsinu en Bláskógabyggð lét byggja húsið en hin sveitarfélögin borga þá leigu til Bláskógabyggðar. Sveitarfélögin, sem eru í byggðasamlaginu eru auk Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. „Hér er mikið um að vera og þetta er gríðarlega mikilvæg starfsemi. Hún skiptir miklu máli á þessu þéttbýla svæði þar sem er mikill fjöldi fasteigna og mikill fjöldi sumarhúsa og ýmis þjónusta tengt því sem þarf að sinna,” segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita Árnessýslu hefur flutt starfsemi sína inn í þetta glæsilega hús á Laugarvatni. Selásbyggingar ehf., var aðalverktaki hússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru heilmiklar framkvæmdir í gangi í öllum þessum sveitarfélögum eða hvað? „Já það er mikið um að vera alls staðar, mikil uppbygging. Það er verið að byggja í öllum þéttbýliskjörnum. Það er verið að byggja sumarhús og hús út um allar sveitir þannig að það er mikið um að vera. Á þessu svæði eru til dæmis um sex þúsund sumarbústaðir,” segir Ásta. Talsvert af gestum mætti á opna húsið til að skoða nýju bygginguna og fræðast um starfsemina þar innandyra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eitt í viðbót með nýja húsið á Laugarvatni, sem Ásta vill koma á framfæri. „Það er auðvitað byggt í sama stíl og gamla smíðahúsið á Laugarvatni, sem var gufubaðið þannig að það er verið að halda í gamlar hefðir hérna en það er þó ekkert gufubað,” segir Ásta hlæjandi. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skipulag Byggingariðnaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira