Innlent

Svan­hildur verður við­stödd inn­setningu Trump

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svanhildur afhenti Biden trúnaðarbréf sitt í haust.
Svanhildur afhenti Biden trúnaðarbréf sitt í haust. Sendiráð Íslands í Washington

Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, verður viðstödd innsetningarathöfn Donald Trump í dag, sem hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma.

Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið en ráðuneytinu er ekki kunnugt um að aðrir Íslendingar verði viðstaddir athöfnina, sem fer fram í þinghúsinu í Washington D.C.

Svanhildur afhenti Joe Biden, fráfarandi forseta, trúnaðarbréf sitt þann 18. september síðastliðinn. Ræddu þau náið og langvarandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna, meðal annars á sviði öryggis- og varnarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×