Innlent

Gríms­vatna­hlaupi lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grímsvötnum.
Frá Grímsvötnum. Vísir/RAX

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið.

Þetta kemur fram tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að skjálftavirkni í Grímsvötnum hafi ekki aukist á meðan hlaupinu stóð en nokkrir skjálftar undir tveimur hafi mælst í síðustu viku. 

„Þrýstiléttir vegna jökulhlaupsins hafði ekki í för með sér aukna virkni í Grímsvötnum meðan á hlaupinu stóð. Þess vegna hefur fluglitakóði fyrir Grímsvötn verið lækkaður aftur í grænan, eftir að hafa tímabundið verið hækkaður í gulan þegar hlaupið náði hámarki. 

Þótt jökulhlaupinu sé lokið heldur Veðurstofa Íslands áfram að fylgjast náið með virkni á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Hlaup hafið úr Grímsvötnum

Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×