Það var rífandi stemning á Þorrablóti Keflavíkur liðna helgi.Ljósmynd/Hemmi
Fjölmennt var á þorrablóti Keflavíkur sem fór fram í Blue-höllinni, íþróttahúsi Keflavíkur liðna helgi. Gestir mættu í sínu fínasta pússi og fögnuðu þorranum með glæsibrag.
Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðina á skömmum tíma. Á boðstólum var alvöru þorramatur, súrmatur, hákarl, brennivín og með því.
Veislustjórn var í höndum Auðuns Blöndals og Steinda Jr. og var fjölbreytt skemmtun á dagskrá.
Stórsveit Vignis, Stefanía Svavars, Ragga Gísla, Sverrir Bergmann, Halldór Fjallabróðir og Erna Hrönn stigu á svið og sáu um að halda uppi stuðinu langt fram eftir kvöldi.
Ljósmyndarinn Hermann Sigurðsson var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af Kelfvíkingum sem kunna svo sannarlega að skemmta sér!
Hildur Elísabet flugfreyja hjá Icelandair var í banastuði á blótinu.Ljósmynd/HemmiÞað er merki um gott partý þegar fólk er farið að dansa upp á stólum.Ljósmynd/HemmiÞessar vinkonur voru í góðum gír!Ljósmynd/HemmiSyngjandi glaðar konur!Ljósmynd/HemmiHressir herramenn flottir tauinu.Ljósmynd/HemmiDansinn dunaði allt kvöldið!Ljósmynd/HemmiTilbúnar fyrir myndatöku.Ljósmynd/HemmiRagga Gísla og Sverrir Bergmann kunna að keyra stemninguna upp!Ljósmynd/HemmiAuddi og Steindi sáu um veislustjórn kvöldsins og tóku lagið!Ljósmynd/HemmiÞessi voru í góðum fíling á dansgólfinu.Ljósmynd/Hemmi
Gestir voru svo duglegir að stilla sér upp við myndavegginn: