Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2025 13:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins - og mögulega verðandi formaður. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu. Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira