Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2025 21:03 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Unnar Atli, plokkari ársins 2024 í Kópavogi fóru saman út að plokka í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi. Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip. Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira
Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip.
Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Sjá meira