Lífið

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans

Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Merki sem var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu má bæði sjá lítið á ræðupúltinu og stórt fyrir aftan hana.
Merki sem var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu má bæði sjá lítið á ræðupúltinu og stórt fyrir aftan hana. Vísir/Rax

Merki sem þykir sýna Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Merkið vakti athygli og einhverjir hafa velt fyrir sér hvort um einskonar tillögu að uppfærðu merki flokksins sé að ræða.

Áslaug Arna sagði í viðtali við fréttastofu að framboðsfundinum loknum að svo væri ekki.

„Þetta er ekki til þess gert. Þetta er merkið mitt, og mér fannst ekki passa að nota merki flokksins í mína persónulegu baráttu,“ sagði Áslaug Arna, sem bætti þó við að hún væri óhrædd við breytingar.

„Ég hef verið óhrædd við að breyta, hvort sem það er í ráðuneytunum, eða að leggja það til við flokkinn hvernig við getum uppfært okkur,“ sagði hún.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi notað fálka í merki sínu. Hér má sjá tvo þeirra:

Þó að hún sé ánægð með nýja merkið hennar þurfi ekki endilega að breyta gamla Sjálfstæðisfálkanum.

„Ég er ákaflega ánægð með þetta merki, en það á ekki að þýða að við þurfum að breyta þessum gamla góða fálka.“

Fálkinn stendur fyrir sínu?

„Hann gerir það og er fallegur í barminum.“


Tengdar fréttir

Af­hjúpuðu nýtt merki Sam­fylkingarinnar

Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 

Áslaug ætlar í formanninn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.