Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2025 08:02 Jón fuglahvíslari segir allt hafa orðið vitlaust á Grund þegar unginn kom í heiminn. Páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum. Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær. Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær.
Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira