„Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. janúar 2025 22:19 Gísli Örn Garðarsson líkti síðustu sýningu Frosts við ljúfsáran skilnað kærleiksríkra hjóna. Vísir/Stöð 2 Lokasýning söngleiksins Frost fór fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er ein vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús. Leikhús Menning Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús.
Leikhús Menning Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira