Engin leit í gangi að leðurblökunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 11:42 Leðurblakan flaug um Laugarnesið í gær. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fram kom í fréttum að lögreglu hefði verið gert viðvart um leðurblökuna og Dýraþjónustunni gert viðvart en dýrið verið flogið á brott þegar þau komu á vettvang. „Við sjáum um að leita svona uppi og fanga en það er erfitt þegar við fáum ekki nákvæma staðsetningu,“ segir Helena Gylfadóttir hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún segir að ef það kæmi tilkynning yrði kallaður út meindýraeyðir til að fanga leðurblökuna. „Það þyrfti í framhaldinu að meta hvað yrði gert í samstarfi við MAST og Náttúrufræðistofnun. Þetta er samvinna þegar eitthvað kemur upp sem er sjaldgæft,“ segir hún. Þetta komi auðvitað fyrir en gerist ekki oft. Hún segir engan að leita að leðurblökunni eins og stendur en komi tilkynning fari þau rakleiðis á staðinn. Hún varar jafnframt fólk við því að nálgast dýrið. Leðurblökur geti borið með sér hundaæði og aðra sjúkdóma. Helena hvetur fólk til að láta vita verði það vart við leðurblökuna. Hægt er að láta vita á dyr@reykjavik.is og í símanúmerið 822-7820. Koma reglulega Fjallað er um komur leðurblaka til Íslands í grein á Vísindavefnum frá árinu 2003. Þar kemur fram að leðurblaka hafi fyrst sést á landinu 1817. Á Vísi hefur verið fjallað um komur þeirra reglulega síðan. Til dæmis árið 2023 þegar íbúar í Kópavogi fengu eina slíka á svalirnar.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51