Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2025 10:33 Daníel Már Magnússon skósmiður við störf á Skóvinnustofunni. Vísir/Stefán Jón Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir. Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“ Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Sjá meira
Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“
Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Sjá meira