Það verður ekki annað sagt en sóknarleikur hafi verið númet eitt, tvö og þrjú í kvöld. Bæði lið byrjuðu af krafti og munaði aðeins fjórum stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta. Áfram voru gestirnir með yfirhöndina og munurinn orðinn tíu stig þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 46-56.
Hamar/Þór beit frá sér í þriðja leikhluta en það dugði skammt og Njarðvík vann 13 stiga sigur, lokatölur 93-106.
Abby Claire Beeman var stigahæst í liði Hamars/Þórs með 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Hana Ivanusa skoraði 20 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði 19 stig.
Í sigurliðinu var það Brittanny Dinkins sem var stigahæst með 28 stig ásamt því að gefa 9 stoðsendingar. Paulina Hersler kom þar á eftir með 20 stig.
Njarðvík er í 4. sæti með 11 sigra í 16 leikjum líkt og Keflavík sem er sæti ofar. Hamar/Þór er í 8. sæti með fimm sigra, einum meira en Grindavík í 9. sæti og tveimur meira en botnlið Aþenu.