Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jean-Philippe Mateta fagnar marki sínu fyrir Crystal Palace á Old Trafford í dag.
Jean-Philippe Mateta fagnar marki sínu fyrir Crystal Palace á Old Trafford í dag. Getty/Ed Sykes

Jean-Philippe Mateta skoraði bæði mörkin þegar Crystal Palace vann 2-0 sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Palace hefur verið heitasta liðið á útivelli í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og sönnuðu það í dag.

Úrslitin eru enn ein vonbrigðin fyrir Manchester United sem hefur enn ekki tekist að vinna tvo deildarsigra í röð undir stjórn Ruben Amorim.

Þegar allir helda að United liðið sé á réttri leið þá kemur bakslag og þessi leikur er enn eitt dæmið um það.

United er í þrettánda sæti deildarinnar eftir þetta tap en liðið hefur tapað ellefu deildarleikjum á leiktíðinni þar af sjö þeirra á Old Trafford.

Mateta skoraði mörkin sín á 64. og 89. mínútu.

Fyrra markið skoraði hann af stuttu færi eftir að hann fylgdi á eftir sláarskoti eftir fast leikatriði. Seinna markið hans kom mínútu fyrir leikslok eftir skyndisókn.

United tapaði ekki aðeins leiknum því liðið missti líka miðvörðinn Lisandro Martinez meiddan af velli átta mínútum fyrir leikslok. Það lítur út fyrir að meiðsli hans séu alvarleg.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira