Rashford hefur ekki spilað fyrir United síðan 12. desember og eftir leikinn gegn Fulham á sunnudaginn sagði Amorim að hann myndi frekar velja 63 ára markvarðaþjálfara United í hóp liðsins en Rashford. Hann sagði að hann legði sig ekki nógu mikið fram á æfingum.
The Guardian greinir frá því að Amorim tali ekki lengur við Rashford nema þegar hann ávarpar allan leikmannahóp liðsins.
Rashford hefur sagst vera spenntur fyrir nýrri áskorun á ferlinum en enn hefur ekkert þokast í hans málum. Félagaskiptaglugganum verður lokað á mánudaginn.
Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára og leikið yfir fjögur hundruð leiki fyrir liðið.
United mætir FCSB frá Rúmeníu í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld. Rauðu djöflarnir eru í 4. sæti Evrópudeildarinnar.