Innlent

Klaka­stykki möl­braut bílinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bíllinn er óökuhæfur.
Bíllinn er óökuhæfur. Hróar Björnsson

Stærðarinnar klakastykki rann af fjölbýlihúsi ofan af fjölbýlishúsi og olli stórskemmdum á bíl í Grafarvogi í gærkvöldi. Bíllinn er töluvert skemmdur ef ekki ónýtur, að sögn aðstandana eigandans.

Hróar Björnsson er svili eiganda bílsins. Hann segir að bílnum hafi verið lagt beint fyrir utan Laufengi 11 í Grafarvogi, um það bil tveimur metrum frá aðalinnganginum.

Eigandinn hafi bara ætlað að hoppa inn í kvöldmat og drífa sig svo aftur út.

„En svo eftir um það bil fimmtán mínútur heyrum við svakalega dynki, þung hljóð. Þá hafði klakastykki runnið af þakinu og beint á bílinn,“ segir Hróar.

Hann segir að bíllinn hafi orðið fyrir verulegum skemmdum, framrúðan sé mölbrotin, toppurinn beyglaður og framendinn líka.

Hróar hvetur fólk til þess að hafa varann á og líta sér nær, en hann segir lán í óláni að stykkið hafi fallið á gangandi vegfaranda.

Klakastykkið hrundi sem betur fer á bíl, en ekki gangandi vegfaranda.Hróar Björnsson
Bíllinn er vinnubíll þrifafyrirtækis, og reksturinn er stopp vegna slyssins eins og sakir standa.Hróar Björnsson
Hróar Björnsson
Hróar Björnsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×