Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 15:58 Sjókvíaeldi í Berufirði. Þar drápust fleiri en 130.000 laxar eða þeim var fargað í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs. Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum. Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55