Misbýður orðbragð um flugvöllinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2025 08:48 Jón Bjarnason sat á Alþingi um fjórtán ára skeið, frá 1999 til 2013, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Vísir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason. Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason.
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31