Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2025 20:00 Á þessum degi er vinsælt að gúffa í sig vængi og annað góðgæti á meðan leikurinn stendur yfir. William Thomas Cain/Getty Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum. Ofurskálin er árviss viðburður en um er að ræða úrslitaleik í NFL deildinni í Bandaríkjunum og eru það stórliðin Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs sem mætast. Viðburðurinn fer fram annan sunnudag hvers febrúarmánaðar og troða áhorfendur þá í sig kjúklingavængjum, snakki og öðru góðgæti, vaka fram á nótt og fylgjast með íburðarmiklum auglýsingum og skemmtiatriðum á skjánum. Auglýsingarnar sem sýndar eru fyrir leik og í hálfleik vekja alltaf mikla athygli og kostar auglýsingaplássið skildinginn enda dreifingin mikil. Öll pláss seldust upp Í ár þurfa auglýsendur að greiða tæpan milljarð íslenskra króna vilji þeir fá birtingu fyrir þrjátíu sekúndna pláss á skjánum. Verðið hefur þó ekki fælt fyrirtæki frá en öll auglýsingaplássin seldust upp í nóvember og eru Google, Doritos og Booking á meðal auglýsenda. Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar mun troða upp í hálfleik en ár hvert keppast þeir tónlistarmenn sem treyst er fyrir verkefninu við að toppa frammistöðu síðasta árs með íburðarmikilli sýningu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld og verður þar með fyrsti sitjandi forseti landsins sem mætir á Ofurskálina. Ofurskálin Bandaríkin Matur Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira
Ofurskálin er árviss viðburður en um er að ræða úrslitaleik í NFL deildinni í Bandaríkjunum og eru það stórliðin Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs sem mætast. Viðburðurinn fer fram annan sunnudag hvers febrúarmánaðar og troða áhorfendur þá í sig kjúklingavængjum, snakki og öðru góðgæti, vaka fram á nótt og fylgjast með íburðarmiklum auglýsingum og skemmtiatriðum á skjánum. Auglýsingarnar sem sýndar eru fyrir leik og í hálfleik vekja alltaf mikla athygli og kostar auglýsingaplássið skildinginn enda dreifingin mikil. Öll pláss seldust upp Í ár þurfa auglýsendur að greiða tæpan milljarð íslenskra króna vilji þeir fá birtingu fyrir þrjátíu sekúndna pláss á skjánum. Verðið hefur þó ekki fælt fyrirtæki frá en öll auglýsingaplássin seldust upp í nóvember og eru Google, Doritos og Booking á meðal auglýsenda. Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar mun troða upp í hálfleik en ár hvert keppast þeir tónlistarmenn sem treyst er fyrir verkefninu við að toppa frammistöðu síðasta árs með íburðarmikilli sýningu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld og verður þar með fyrsti sitjandi forseti landsins sem mætir á Ofurskálina.
Ofurskálin Bandaríkin Matur Auglýsinga- og markaðsmál Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira