Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Við höfum flest gengið í gegnum ástarsorg en vissulega er mjög misjafnt hvernig við upplifum hana. Nú veit ég lítið um sambandið eða hvernig það endaði en margt getur valdið aukinni vanlíðan í kjölfar sambandsslita. Það að hafa upplifað svik eða skyndileg sambandsslit getur gert það að verkum að þú þurfir lengri tíma til að jafna þig. Síðan getur það verið mjög sárt að fylgjast með fyrrverandi á samfélagsmiðlum, hvað þá ef hann er kominn í nýtt samband eða farinn að deita! Þegar við höfum nýverið gengið í gegnum sambandsslit er ekki skrítið að viðvörunarkerfið innra með okkur fari í gang við það eitt að hugsa um nýjar tengingar. Það hljómar eins og viðvörunarkerfið þitt sé að spyrja þig: „Ertu alveg viss? Þetta endaði ekki vel síðast.“ Það getur verið erfitt að treysta sér til þess að stunda kynlíf með nýjum einstakling eftir sambandsslit.Getty Í langtímasambandi er kynlíf oftast með manneskju sem við treystum og okkur líður vel með. Kynlíf með nýju fólki sem við þekkjum lítið eða ekkert veitir ekki endilega sama öryggið eða sömu nándina. Það gæti verið gott að staldra við og skoða hvort þú þurfir að byggja fyrst upp traust og tengingu við manneskju áður en þú stundar kynlíf með viðkomandi. Til er hugtak sem nær utan um það þegar nauðsynlegt er að tengjast manneskju tilfinningalega áður en kynferðislegur áhugi kviknar. Hægt er að lesa sér til um demisexual ef það er eitthvað sem þér finnst passa. Þau sem eru demisexual finna þörf til að tengjast manneskju fyrst tilfinningalega áður en þau stunda kynlíf.Getty Hér koma almenn ráð sem vonandi nýtast þér við að koma þér af stað aftur: Gefðu þér tíma! Það liggur ekkert á að byrja að deita eða stunda kynlíf. Stundum dettum við í samanburð við fyrrverandi, eða aðra, og förum að setja pressu á okkur. Pressa er ekki sexí.. hvort sem við setjum hana á okkur sjálf eða ef aðrir gera það. Byrjaðu smátt. Þegar viðvörunarkerfið fer í gang er mikilvægt að leyfa því ekki að stjórna ferðinni heldur taka lítil skref til að ögra! Þá er gott að taka skref sem þurfa ekki að leiða neitt lengra. Til dæmis spjall, daður eða að mynda augnsamband við einhvern sem þú laðast að! Sennilega koma allskonar hugsanir upp! Hvað ef þessi særir mig? Hvað ef þetta klikkar? Það að deita getur verið allskonar en það er mikilvægt að leyfa ekki þessum hugsunum að stýra ferðinni eða ákveða hlutina fyrir fram. Taktu eftir hugsuninni og haltu svo þínu striki. Eitt sem er gott að hafa á bakvið eyrað. Þegar þú skoðar þín fyrri sambönd tekur þú eftir einhverju mynstri? Stundum löðumst við að fólki sem kemur ekki vel fram við okkur eða er ekki tilfinningalega til staðar fyrir okkur. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um þetta og vinna í því að brjóta þetta mynstur upp. Prófaðu að deita einhvern sem er mjög ólíkur öllum þínum fyrri mökum. Ef illa gengur að róa viðvörunarkerfið er gott að skoða málin aðeins dýpra. Að vera óöruggur er eðlilegt en með tímanum ætti að draga úr því óöryggi eftir því sem þú ferð oftar inn í þær aðstæður sem þú óttast. Talaðu við einhver sem þú treystir um þessa líðan. Ef eitt leiðir að öðru og þú ert allt í einu farinn að spjalla við einhvern er mikilvægt að ræða það hversu hratt þú ert tilbúinn að fara. Gefðu þér svigrúm til að taka hlutina rólega. Frekar en að finnast þú strax þurfa að vera tilbúinn í nánd og kynlíf má líka fara hægt og byggja upp tilhlökkun og spennu! Það að byrja að deita aftur eða kynnast fólki upp á nýtt er mjög berskjaldandi. Mörg tengja við það að erfitt getur verið að fara aftur af stað eftir sambandsslit og er þá mikilvægt að gefa sér tíma og rými til að vinna úr fyrri reynslu. Mátt líka skoða hvort það henti þér betur að fara hægt og tengjast fólki áður en þú ferð að stunda kynlíf með því! Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Við höfum flest gengið í gegnum ástarsorg en vissulega er mjög misjafnt hvernig við upplifum hana. Nú veit ég lítið um sambandið eða hvernig það endaði en margt getur valdið aukinni vanlíðan í kjölfar sambandsslita. Það að hafa upplifað svik eða skyndileg sambandsslit getur gert það að verkum að þú þurfir lengri tíma til að jafna þig. Síðan getur það verið mjög sárt að fylgjast með fyrrverandi á samfélagsmiðlum, hvað þá ef hann er kominn í nýtt samband eða farinn að deita! Þegar við höfum nýverið gengið í gegnum sambandsslit er ekki skrítið að viðvörunarkerfið innra með okkur fari í gang við það eitt að hugsa um nýjar tengingar. Það hljómar eins og viðvörunarkerfið þitt sé að spyrja þig: „Ertu alveg viss? Þetta endaði ekki vel síðast.“ Það getur verið erfitt að treysta sér til þess að stunda kynlíf með nýjum einstakling eftir sambandsslit.Getty Í langtímasambandi er kynlíf oftast með manneskju sem við treystum og okkur líður vel með. Kynlíf með nýju fólki sem við þekkjum lítið eða ekkert veitir ekki endilega sama öryggið eða sömu nándina. Það gæti verið gott að staldra við og skoða hvort þú þurfir að byggja fyrst upp traust og tengingu við manneskju áður en þú stundar kynlíf með viðkomandi. Til er hugtak sem nær utan um það þegar nauðsynlegt er að tengjast manneskju tilfinningalega áður en kynferðislegur áhugi kviknar. Hægt er að lesa sér til um demisexual ef það er eitthvað sem þér finnst passa. Þau sem eru demisexual finna þörf til að tengjast manneskju fyrst tilfinningalega áður en þau stunda kynlíf.Getty Hér koma almenn ráð sem vonandi nýtast þér við að koma þér af stað aftur: Gefðu þér tíma! Það liggur ekkert á að byrja að deita eða stunda kynlíf. Stundum dettum við í samanburð við fyrrverandi, eða aðra, og förum að setja pressu á okkur. Pressa er ekki sexí.. hvort sem við setjum hana á okkur sjálf eða ef aðrir gera það. Byrjaðu smátt. Þegar viðvörunarkerfið fer í gang er mikilvægt að leyfa því ekki að stjórna ferðinni heldur taka lítil skref til að ögra! Þá er gott að taka skref sem þurfa ekki að leiða neitt lengra. Til dæmis spjall, daður eða að mynda augnsamband við einhvern sem þú laðast að! Sennilega koma allskonar hugsanir upp! Hvað ef þessi særir mig? Hvað ef þetta klikkar? Það að deita getur verið allskonar en það er mikilvægt að leyfa ekki þessum hugsunum að stýra ferðinni eða ákveða hlutina fyrir fram. Taktu eftir hugsuninni og haltu svo þínu striki. Eitt sem er gott að hafa á bakvið eyrað. Þegar þú skoðar þín fyrri sambönd tekur þú eftir einhverju mynstri? Stundum löðumst við að fólki sem kemur ekki vel fram við okkur eða er ekki tilfinningalega til staðar fyrir okkur. Það er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um þetta og vinna í því að brjóta þetta mynstur upp. Prófaðu að deita einhvern sem er mjög ólíkur öllum þínum fyrri mökum. Ef illa gengur að róa viðvörunarkerfið er gott að skoða málin aðeins dýpra. Að vera óöruggur er eðlilegt en með tímanum ætti að draga úr því óöryggi eftir því sem þú ferð oftar inn í þær aðstæður sem þú óttast. Talaðu við einhver sem þú treystir um þessa líðan. Ef eitt leiðir að öðru og þú ert allt í einu farinn að spjalla við einhvern er mikilvægt að ræða það hversu hratt þú ert tilbúinn að fara. Gefðu þér svigrúm til að taka hlutina rólega. Frekar en að finnast þú strax þurfa að vera tilbúinn í nánd og kynlíf má líka fara hægt og byggja upp tilhlökkun og spennu! Það að byrja að deita aftur eða kynnast fólki upp á nýtt er mjög berskjaldandi. Mörg tengja við það að erfitt getur verið að fara aftur af stað eftir sambandsslit og er þá mikilvægt að gefa sér tíma og rými til að vinna úr fyrri reynslu. Mátt líka skoða hvort það henti þér betur að fara hægt og tengjast fólki áður en þú ferð að stunda kynlíf með því! Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira