Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 12:02 Þorri Mar Þórisson lék með KA áður en hann var seldur til Svíþjóðar. vísir/Diego Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson, fyrrverandi leikmaður KA, hefur kvatt Öster og er sagður á leið aftur heim í Bestu deildina í fótbolta eftir veru sína í Svíþjóð. KA seldi Þorra til sænska félagsins Öster í ágúst 2023 en hann hafði þá spilað 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk. Tvíburabróðir hans, sóknarmaðurinn Nökkvi Þeyr, hafði verið seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot tæpu ári áður. Þorri lék aðeins 11 deildarleiki í fyrra með Öster, þar af einn í byrjunarliði, þegar liðið vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina með því að lenda í 2. sæti næstefstu deildar. Staðarmiðillinn Smålandsposten greindi frá því í gær að Þorri, sem er 25 ára bakvörður, væri nú á förum frá Öster og það heim til Íslands. Bæði 433.is og Fótbolti.net segja Þorra hafa einhverja kosti erlendis en sennilegast virðist að hann komi til Íslands og ljóst að mörg félög hafa áhuga á að krækja í hann. Kveðst þakklátur fyrir tímann í Öster Þorri hefur nú verið kvaddur á heimasíðu Öster en samningur hans við félagið, sem nú hefur verið rift, átti að gilda til ársins 2026. Í kveðju til félagsins segir Þorri: „Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hérna hefur verið frábær upplifun og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“ Besta deild karla Sænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
KA seldi Þorra til sænska félagsins Öster í ágúst 2023 en hann hafði þá spilað 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk. Tvíburabróðir hans, sóknarmaðurinn Nökkvi Þeyr, hafði verið seldur frá KA til belgíska félagsins Beerschot tæpu ári áður. Þorri lék aðeins 11 deildarleiki í fyrra með Öster, þar af einn í byrjunarliði, þegar liðið vann sig upp í sænsku úrvalsdeildina með því að lenda í 2. sæti næstefstu deildar. Staðarmiðillinn Smålandsposten greindi frá því í gær að Þorri, sem er 25 ára bakvörður, væri nú á förum frá Öster og það heim til Íslands. Bæði 433.is og Fótbolti.net segja Þorra hafa einhverja kosti erlendis en sennilegast virðist að hann komi til Íslands og ljóst að mörg félög hafa áhuga á að krækja í hann. Kveðst þakklátur fyrir tímann í Öster Þorri hefur nú verið kvaddur á heimasíðu Öster en samningur hans við félagið, sem nú hefur verið rift, átti að gilda til ársins 2026. Í kveðju til félagsins segir Þorri: „Þegar ég kom til Öster var stóra markmiðið að komast upp í Allsvenskan, og það gerðum við. Tíminn minn hérna hefur verið frábær upplifun og eitthvað sem ég mun verða mjög þakklátur fyrir alla ævina. Ég hefði auðvitað viljað ná að gefa meira af mér sjálfur en stundum gerast hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Ég hef alltaf gert mitt besta til að leggja allt mitt að mörkum hérna. Ég óska Öster og öllum hjá félaginu gæfu í framtíðinni og vonandi sjáumst við aftur!“
Besta deild karla Sænski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira