Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 22:59 Þorgerður Katrín á fundi varnarmálaráðherranna í dag. Vísir/EPA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og fælingarmátt bandalagsins og stuðning bandalagsríkja við Úkraínu á ráðherrafundi sem lauk í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi verið farið yfir helstu aðgerðir og áætlanir sem miði að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins, meðal annars aukin framlög til varnarmála, eflingu herstjórnarkerfisins, ítarlegri áætlanagerð og samstarf ríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu og tækniþróunar. „Það er ljóst að öll bandalagsríki eru að efla sinn varnarviðbúnað og getu. Það þurfum við líka að gera í þéttu samstarfi við okkar nánustu bandamenn. Þá kom það skýrt fram á fundinum að krafan á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar mun aðeins aukast. Á sama tíma er brýnt að styðja við Úkraínu til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að Úkraína og Evrópa taki þátt í öllum viðræðum um framtíðarskipan mála til að tryggja varanlegan og réttlátan frið. Eins og ég hef áður sagt, ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í tilkynningunni. Ráðherrarnir allir saman á mynd.Stjórnarráðið Þar segir einnig að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Úkraínu og Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu hafi gert grein fyrir stöðu mála. Á fundinum var tilkynnt um áframhaldandi stuðning Íslands við varnir Úkraínu en lagðar verða 400 milljónir í sjóð fyrir sprengjuleit og eyðingu, sem Ísland og Litáen leiða, og aðrar 400 milljónir í verkefni sem Danir leiða til stuðnings varnartengdum iðnaði í Úkraínu. Þá kemur fram að í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn hafi utanríkisráðherra fundað með Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins [e. SACEUR] sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Þau hafi rætt varnarviðbúnað bandalagsins, framlag Íslands til sameiginlegra varna og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Í gær fór einnig fram ráðherrafundur ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu [e. Ukraine Defence Contact Group, UDCG] þar sem rætt var um skipulag og framkvæmd stuðnings ríkjanna við Úkraínu meðal annars þjálfunarverkefni, fjárfestingar og útvegun hergagna. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Belgía NATO Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og fælingarmátt bandalagsins og stuðning bandalagsríkja við Úkraínu á ráðherrafundi sem lauk í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi verið farið yfir helstu aðgerðir og áætlanir sem miði að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins, meðal annars aukin framlög til varnarmála, eflingu herstjórnarkerfisins, ítarlegri áætlanagerð og samstarf ríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu og tækniþróunar. „Það er ljóst að öll bandalagsríki eru að efla sinn varnarviðbúnað og getu. Það þurfum við líka að gera í þéttu samstarfi við okkar nánustu bandamenn. Þá kom það skýrt fram á fundinum að krafan á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar mun aðeins aukast. Á sama tíma er brýnt að styðja við Úkraínu til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að Úkraína og Evrópa taki þátt í öllum viðræðum um framtíðarskipan mála til að tryggja varanlegan og réttlátan frið. Eins og ég hef áður sagt, ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í tilkynningunni. Ráðherrarnir allir saman á mynd.Stjórnarráðið Þar segir einnig að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Úkraínu og Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu hafi gert grein fyrir stöðu mála. Á fundinum var tilkynnt um áframhaldandi stuðning Íslands við varnir Úkraínu en lagðar verða 400 milljónir í sjóð fyrir sprengjuleit og eyðingu, sem Ísland og Litáen leiða, og aðrar 400 milljónir í verkefni sem Danir leiða til stuðnings varnartengdum iðnaði í Úkraínu. Þá kemur fram að í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn hafi utanríkisráðherra fundað með Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins [e. SACEUR] sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Þau hafi rætt varnarviðbúnað bandalagsins, framlag Íslands til sameiginlegra varna og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Í gær fór einnig fram ráðherrafundur ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu [e. Ukraine Defence Contact Group, UDCG] þar sem rætt var um skipulag og framkvæmd stuðnings ríkjanna við Úkraínu meðal annars þjálfunarverkefni, fjárfestingar og útvegun hergagna.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Belgía NATO Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira