„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:58 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman. Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira