Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:04 Kötturin var aflífaður vegna veikindanna. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Á öðrum degi hafi hann verið orðinn mjög slappur og krampa á þeim þriðja. Eftir það var kötturinn aflífaður. Í tilkynningu segir að annar köttur sé á sama heimili en hann sé frískur. Um er að ræða þriðja köttinn sem greinist með fuglainflúensu H5N5, sá fyrsti veiktist í byrjun desember. Alls hafa sýni verið tekin úr tólf köttum frá því í desember en níu þeirra voru neikvæðir. Smitaður af fugli Þá segir að engar vísbendingar séu um að þetta afbrigði af fuglainflúensu berist á milli spendýra og því er talið líklegast að þessi kettlingur hafi smitast af sýktum villtum fugli, þrátt fyrir að ekki hafi borist margar tilkynningar um veika eða dauða fugla í nágrenni Raufarhafnar. Fimmtán sýni hafa verið tekin úr fuglum á norðausturhorni landsins frá því í september á síðasta ári. Fuglainflúensa af gerðinni H5N5 greindist í sex þeirra, í einum fálka sem fannst nálægt Kópaskeri í september, í fjórum hettumáfum á Húsavík í sama mánuði og í einum silfurmáfi þar í nóvember. MAST hvetur dýraeigendur til að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í dýrum sínum sem geti bent til fuglaflensu. Þau ættu að leita tafarlaust til dýralækna verði dýrin skyndilega mjög slöpp og fái taugaeinkenni. Viðkomandi dýralæknar myndu svo hafa samband við Matvælastofnun er þeir telja ástæðu til. Almenningur er líka áfram beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla og villt spendýr. Það er gert með því að smella á hnappinn „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimasíðu stofnunarinnar. Mikilvægt er að lýsa nákvæmlega staðsetningu, helst með hnitum, og gott ef hægt er að senda mynd með. Engin tilfelli eru þekkt í heiminum af sýkingum í fólki vegna fuglainflúensuveiru af því afbrigði sem hefur verið að greinast hér á landi síðustu mánuði. Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Á öðrum degi hafi hann verið orðinn mjög slappur og krampa á þeim þriðja. Eftir það var kötturinn aflífaður. Í tilkynningu segir að annar köttur sé á sama heimili en hann sé frískur. Um er að ræða þriðja köttinn sem greinist með fuglainflúensu H5N5, sá fyrsti veiktist í byrjun desember. Alls hafa sýni verið tekin úr tólf köttum frá því í desember en níu þeirra voru neikvæðir. Smitaður af fugli Þá segir að engar vísbendingar séu um að þetta afbrigði af fuglainflúensu berist á milli spendýra og því er talið líklegast að þessi kettlingur hafi smitast af sýktum villtum fugli, þrátt fyrir að ekki hafi borist margar tilkynningar um veika eða dauða fugla í nágrenni Raufarhafnar. Fimmtán sýni hafa verið tekin úr fuglum á norðausturhorni landsins frá því í september á síðasta ári. Fuglainflúensa af gerðinni H5N5 greindist í sex þeirra, í einum fálka sem fannst nálægt Kópaskeri í september, í fjórum hettumáfum á Húsavík í sama mánuði og í einum silfurmáfi þar í nóvember. MAST hvetur dýraeigendur til að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í dýrum sínum sem geti bent til fuglaflensu. Þau ættu að leita tafarlaust til dýralækna verði dýrin skyndilega mjög slöpp og fái taugaeinkenni. Viðkomandi dýralæknar myndu svo hafa samband við Matvælastofnun er þeir telja ástæðu til. Almenningur er líka áfram beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla og villt spendýr. Það er gert með því að smella á hnappinn „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimasíðu stofnunarinnar. Mikilvægt er að lýsa nákvæmlega staðsetningu, helst með hnitum, og gott ef hægt er að senda mynd með. Engin tilfelli eru þekkt í heiminum af sýkingum í fólki vegna fuglainflúensuveiru af því afbrigði sem hefur verið að greinast hér á landi síðustu mánuði.
Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira