„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Magnús Kjartan Eyjólfsson tónlistarmaður birti einlæga og fallega færslu á Facebook þar sem hann fer yfir liðið ár en í dag er akkúrat ár frá því að hann greindist með krabbamein. Facebook Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum. Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Magnús Kjartan hefur vakið mikla athygli sem söngvari Stuðlabandsins og komið fram víða um landið. Hann birti færslu á Facebook síðu sinni í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá því að allt breyttist og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að skrifa upp úr færslunni. „Eitt ár. Í dag er eitt ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í fimm vikur. Eitt ár síðan ég fékk þær súrrealísku fréttir að ég væri með bráðaeitilfrumuhvítblæði sem „btw“ er svakalega langt orð. En það er líka eitt ár síðan ég fékk það staðfest að á Íslandi er til alveg svakalega margt hjartahlýtt og hjálpsamt fólk. Hvort sem það voru hughreystandi orð eða óumbeðnar gjörðir þá gjörsamlega rigndi þeim yfir okkur og fyrir það get ég líklegast seint fullþakkað,“ skrifar Magnús Kjartan meðal annars. Hann segist ofboðslega heppinn með fólkið sitt og finnur ekki réttu orðin til að lýsa styrknum sem Sigríður Jónsdóttir konan hans býr yfir. Sigríður kona Magnúsar hefur staðið eins og klettur við hliðina á honum síðastliðin ár.Facebook „Nánasta fjölskylda og vinir hafa sýnt hreint út sagt ótrúlegan styrk á erfiðum og krefjandi tímum og séð til þess að ég hafi getað sett allan minn kraft í að verða betri. Og Sigríður mín. Ég held að ég eigi engin orð til að lýsa þeim styrk sem hún hefur sýnt. Ég veit ekki um margar manneskjur sem gætu tekið svona álag á bakið og staðið uppréttar. Þú ert sterkasta og besta manneskja sem ég þekki og ég elska þig óendanlega.“ Síðastliðið ár hefur einkennst af hæðum og lægðum hjá Magnúsi og hans fólki. „Auðvitað hafa þetta ekki alltaf verið sólskin og sleikipinnar en eins og staðan er núna styttist í endamarkið. Ég hef verið í sjúkdómshléi síðan í apríl og byrjaði í viðhaldsmeðferð í desember svo ég vil meina að ég sé lagður af stað niður brekkuna. Mig langar í lokin á þessum pistli að þakka fyrir öll fallegu orðin og alla aðstoðina, ég myndi vilja merkja alla þá aðila í þessari færslu en ég hef bara ekki pláss. Ég vona bara að ég geti seinna meir veitt sömu aðstoð og haldið keðjunni gangandi. Munið að lífið er núna krakkar mínir. Ég elska ykkur öll,“ skrifar Magnús að lokum.
Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Magnús Kjartan greindist með hvítblæði Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði. 18. febrúar 2024 20:28