Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:01 Gylfi Þór í leik með Valsmönnum. vísir/hulda margrét Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti