Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:01 Gylfi Þór í leik með Valsmönnum. vísir/hulda margrét Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni Besta deild karla Valur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fyrst var það Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, í pistli sem hann birti á stuðningsmannasíðu félagsins þar sem hann vildi útskýra af hverju félagið hefði ákveðið að selja Gylfa. „Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum. Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ ritaði Björn Steinar meðal annars. Íþróttadeild heyrði síðan í Styrmi Þór Bragasyni, varaformanni knattspyrnudeildar, og frammistaða Gylfa í þessum leik gegn ÍA var honum einnig hugleikin. „Hann hefur sýnt mjög fagmannlega framkomu hér á æfingum og leikjum hingað til. En framkoma hans á móti Skaganum á laugardaginn var bara þess eðlis að bæði leikmenn og þeir sem standa að félaginu og stuðningsmenn eru mjög ósáttir við það hvernig hans framganga var,“ sagði Styrmir. „Ég held að menn verði bara að setjast niður og horfa á leikinn og séð hvernig það var. Það getur hver sem er séð það, að leikmanni sem á eins feril og Gylfi, að það er ekki mjög fagmannlegt hvernig það fór fram.“ Íþróttadeild tók Styrmi á orðinu og grandskoðaði leikinn. Gylfi átti vissulega mjög slakan leik með fyrirliðabandið á hendinni. Það má líka sjá örfá atvik í leiknum þar sem hann virðist gefast upp eða gera hlutina með hangandi hendi. Það er ekki í takt við þann Gylfa sem við þekkjum þar sem vinnusemi er oftar en ekki hans aðalsmerki. Svo hefur því verið fleygt að hann hafi neitað að taka vítaspyrnuna sem Valur fékk í leiknum. Nokkrum mínútum síðar er hann tekinn af velli. Þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ræðir stuttlega við Gylfa er hann kemur af velli í stað þess að taka í hönd hans. Hann krossleggur síðan hendur og virkar ósáttur. Í klippunni hér að neðan má sjá það sem helsta sem stakk í stúf við frammistöðu Gylfa í leiknum sem reyndist vera kveðjuleikur hans í búningi Vals. Dæmi hver fyrir sig hvort hann sýndi félaginu og liðsfélögum sínum vanvirðingu með frammistöðu sinni í leiknum líkt og forráðamenn Vals halda fram. Klippa: Lokaleikur Gylfa í Valstreyjunni
Besta deild karla Valur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira