Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2025 08:40 Leigusamningar milli ættingja og vina eru oft óskráðir og detta því ekki inn í verðsjá. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fasteignamarkaði fækkaði um rúm sex prósent á milli nóvember og desember í fyrra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé nú hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu HMS. Þar segir að þrátt fyrir fyrrnefndan samdrátt hafi virkni á fasteignamarkaðnum verið töluverð á síðasta ársfjórðungi árið 2024 ef horft er til efnahagsaðstæðna, þar sem kaupsamningar voru álíka margir þá eins og á sama tíma árið 2023. Þá segir að merki séu uppi um viðsnúning nú í ársbyrjun, þar sem ekki hafi fleiri íbúðir verið teknar af sölu í janúarmánuði frá árinu 2021. „Á leigumarkaði býr hærra hlutfall í foreldrahúsum á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 samkvæmt nýrri búsetumælingu sem framkvæmd var fyrir HMS,“ segir í samantektinni. „Meðalleiga í leiguverðsjá HMS gæti verið lítillega ofmetin, þar sem flestir leigusamningar sem gerðir eru af ættingjum og vinum eru ekki skráðir í verðsjánni. Ríkisstjórnin hyggst koma á skráningarskyldu leigusamninga, sem myndi bæta upplýsingagjöf um leigumarkaðinn.“ Þá er einnig greint frá því að í ár sé að vænta vaxtaendurskoðunar af 227 milljörðum króna af útlánum sem bera fasta óverðtryggða vexti, sem jafngildi tíu prósent íbúðalána allra heimila. „HMS telur þessa vaxtaendurskoðun munu ná til 9 til 10 þúsund heimila. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána næstu misseri mun ráðast af getu heimila til að ráða við aukna greiðslubyrði af nafnvaxtalánum.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu HMS. Þar segir að þrátt fyrir fyrrnefndan samdrátt hafi virkni á fasteignamarkaðnum verið töluverð á síðasta ársfjórðungi árið 2024 ef horft er til efnahagsaðstæðna, þar sem kaupsamningar voru álíka margir þá eins og á sama tíma árið 2023. Þá segir að merki séu uppi um viðsnúning nú í ársbyrjun, þar sem ekki hafi fleiri íbúðir verið teknar af sölu í janúarmánuði frá árinu 2021. „Á leigumarkaði býr hærra hlutfall í foreldrahúsum á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 samkvæmt nýrri búsetumælingu sem framkvæmd var fyrir HMS,“ segir í samantektinni. „Meðalleiga í leiguverðsjá HMS gæti verið lítillega ofmetin, þar sem flestir leigusamningar sem gerðir eru af ættingjum og vinum eru ekki skráðir í verðsjánni. Ríkisstjórnin hyggst koma á skráningarskyldu leigusamninga, sem myndi bæta upplýsingagjöf um leigumarkaðinn.“ Þá er einnig greint frá því að í ár sé að vænta vaxtaendurskoðunar af 227 milljörðum króna af útlánum sem bera fasta óverðtryggða vexti, sem jafngildi tíu prósent íbúðalána allra heimila. „HMS telur þessa vaxtaendurskoðun munu ná til 9 til 10 þúsund heimila. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána næstu misseri mun ráðast af getu heimila til að ráða við aukna greiðslubyrði af nafnvaxtalánum.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira